logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Fréttir

Öskudagur í grunnskóladeild

11/02/21
Miðvikudaginn 17. febrúar n.k. er öskudagur. Kennslu í öllum árgöngum Helgafellsskóla lýkur kl. 13.15 þann dag (frístund er opin frá 13.15 – 16.30). Nemendur mega mæta í búningum en fylgihlutir mega ekki vera með. Mælst verður til að þau fyrirtæki í Mosfellsbæ sem ætla að gefa sælgæti byrji ekki á því fyrr en eftir kl. 13.15. Sjá tilmæli Almannavarna til foreldra og fyrirtækja varðandi öskudag í þessu viðhengi: odruvisi-oskudagur (website-files.com)
Meira ...

Skákkennsla í Helgafellsskóla

08/02/21
Helgafellsskóli mun í vetur bjóða uppá skákkennslu í öllum árgöngum skólans. Til starfsins var ráðinn Tómas Rasmus sem er með áratuga reynslu af kennslu í skák, stærðfræði og raunvísindum. Tómas er einnig með svokallað „Fide national instructor gráðu“ í skákkennslu. Hann er nýfluttur í Mosfellsbæ. Nokkrar rannskónir hafa verið gerðar á gildi skákkennslu og verður hér tæpt á helstu þáttum sem þær leiða í ljós. Þessir þættir nýtast einnig í hefðbundnu skólanámi og í lífinu sjálfu.
Meira ...

Skráning í sumarleikskóla sumarið 2021

05/02/21
Sumarleyfistímabil leikskóla Mosfellsbæjar er frá 15. maí. - 31. ágúst. Leikskólagjald fellur niður einn mánuð á ári, júlímánuð. Sumarleyfi barna er fjórar vikur (20 virkir dagar) sem þurfa að vera samfelldar. Hægt er að bæta við fimmtu vikunni í sumarleyfi og fellur leikskólagjald niður fyrir þá viku líka. Frá og með 9. júlí til og með 6. ágúst (4 vikur) er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinuð í sumarleikskóla sem verður á Hlaðhömrum. Fyrirkomulag á skráningu sumarleyfis 2021: Sumarleyfi sem tekið er á tímabilinu 9. júlí til og með 6. ágúst, ekki er þörf á skráningu sérstaklega. Sumarleyfi tekið á öðrum tíma, (á öðrum tíma en 9. júlí til og með 6. ágúst), skráning á heimasíðu leikskólans. Hægt að skrá viðbótarviku þe. fimmtu vikuna og fá leikskólagjald niðurfellt þá viku. Skráningarfrestur er til og með 15. mars. Skráningin er bindandi frá þeim tíma. Berist ekki skráning í sumarleikskóla fyrir 15. mars telst barnið vera í sumarleyfi frá og með 9. júlí til og með 6. ágúst. Skrá barn í sumarleikskólann.
Meira ...

Gjaldskrárhækkun frá 1. janúar 2021

14/12/20
Á 750. fundi bæjarstjórnar þann 27. nóvember 2019 voru samþykktar gjaldskrárhækkanir í tengslum við fjárhagsáætlun 2020. Sumar gjaldskrárnar tóku gildi 1. janúar 2020 og aðrar áttu að taka gildi 1. ágúst 2020. Á 763. fundi bæjarstjórnar þann 10. júní var samþykkt að fresta gildistöku þeirra gjaldskráa sem áttu að taka gildi í ágúst og taka þær því gildi núna 31. desember 2020. Janúaráskrift í mötuneyti hækkar úr 400 krónur máltíðin í 410 krónur, ávaxtabiti úr 115 í 118 og klukkustundin í frístund úr 329 krónum í 337 krónur. Allar breytingar á áskrift í mötuneyti eða ávaxtabita þurfa að berast ritara skólans fyrir 20. hvers mánaðar og breyting á vistun í frístund er gerð í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ...

Bréf vegna ferða til útlanda

03/12/20
Meðfylgjandi eru bréf til foreldra barna í leik og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Bréfið er hvatning til foreldra og forráðamanna sem fara með fjölskylduna erlendis um hátíðina og þegar komið er heim haldi börnum heima þar til niðurstaða hefur borist úr seinni sýnatöku.
Meira ...

Jólasögukeppni

25/11/20
Nú er að hefjast "Jólasögukeppni 2020" í Helgafellsskóla. Jólasögugerðin fer fram heima og er markmiðið að nemendur búi til sína sögu en mega mjög gjarnan fá aðstoð við að finna hugmyndir og að skrá söguna. Verðlaun verða veitt í fjórum flokkum eins og kemur fram á auglýsingunni sem er í viðhengi. Lengd sögunnar fer eftir aldri nemenda og getur hjá yngstu nemendum verið nokkrar línur. Sögunni á að skila fyrir 9. desember, síðan mun dómnefnd kynna verðlaunahafa 14. desember. Verðlaunahafar lesa/segja sína sögu fyrir nemendur í þeirra flokki. Með von um góða þátttöku, Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri
Meira ...

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

25/11/20
Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar en þær eru gerðar samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands og í samræmi við það er farið yfir hlutverk foreldra/forsjáraðila. Efnið er að finna hér https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/
Meira ...

Skipulag starfsins í grunnskóladeild 3. - 18. nóvember

02/11/20
Kæru foreldrar Á morgun þriðjudag gengur í gildi ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Gildistími hennar er frá 3. - 18. nóvember. Reglugerðin hefur vægari áhrif á skólastarf yngri nemenda en við mátti búast (sjá hlekk á hana hér fyrir neðan). Helstu atriði reglugerðarinnar eru að nú mega mest vera 50 börn í hverju sóttvarnarhólfi hjá börnum í 1. - 4. bekk en þar er ekki grímuskylda fyrir nemendur. Í 5. - 7. bekk mega mest vera 25 nemendur í hverju sóttvarnarhólfi og nemendur þurfa að bera grímur þar sem ekki er hægt að virða 2 m reglu milli nemenda. Mest mega vera 10 starfsmenn í hverju rými en þeir mega fara á milli hólfa. Skóladagurinn verður með nokkuð eðlilegum hætti hjá 1. - 4. bekk í Helgafellsskóla. Þau mæta á venjulegum tíma og eru fullan skóladag auk frístundar, þau sem þar eru skráð. Helsta breytingin er að nú verður ekki boðið upp á ávaxtabita en nemendur þurfa að taka með sér morgunhressingu að heiman og svo síðdegishressingu ef þau eru í frístund. Matartímar fyrir alla árganga taka lengri tíma en venjulega þar sem ekki má blanda saman hópum í matsal svo mikilvægt er að þau borði góðan morgunmat heima og hafi með sér morgunhressingu. Skóladagurinn hjá 5. - 7. bekk verður styttri en venjulega þar sem við þurfum að skipta öllum árgöngum í tvennt svo ekki verði fleiri en 25 nemendur í hverju sóttvarnarhólfi. Fyrri hópur hvers árgangs mætir kl. 8.10 - 11.10 og seinni hópurinn kl. 11.30 - 14.30. Umsjónarkennarar senda ykkur póst um hvort ykkar barn er í fyrri eða seinni hópnum. Ekki verður matur í matsal fyrir nemendur miðstigs en þau fá ávaxtahressingu á miðjum skóladegi. Flestar sérgreinar á miðstigi falla niður þessar tvær vikur. Ef nemendur eiga grímur heima þá biðjum við um að þeir komi með þær í skólann en ef ekki eru til grímur heima fá nemendur grímur í skólanum. Eins og undanfarnar vikur biðjum við ykkur foreldra um að koma ekki inn í skólann og ef þið eruð að sækja börnin í frístund þá er símanúmer frístundar á hurðinni. Ef eitthvað er óskýrt þá hikið ekki við að hafa samband. Með bestu kveðju, Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Regluger%c3%b0%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20sk%c3%b3lastarfi%20vegna%20fars%c3%b3ttar%20fr%c3%a1%200311%202020.pdf
Meira ...

Fréttatilkynning vegna starfsdags 2. nóvember

31/10/20Fréttatilkynning vegna starfsdags 2. nóvember
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember. English Municipalities and Civil Protection and Emergency Management of the greater Reykjavík area has decided to have an organizational day í preschools, primary schools Music schools and after school centers on Monday, November 6 because of tightened mitigation rules set by the government to prevent COVID-19. Monday November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff. Children in preschools and primary schools should therefore not come to school on Monday, November 2. Further information about this will be sent from the schools to parents and guardians. Schools will be opened again on Tuesday, November 3. Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.
Meira ...

Höldum hrekkjavöku heima

30/10/20Höldum hrekkjavöku heima
Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna! Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott". Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár. Veiran getur svo auðveldlega smyglað sér á milli staða og einstaklinga enda snertifletirnir margir þegar gengið er hús úr húsi til að fá sælgæti. Áhættan við að fá smit er afar mikil eins og staðan er núna. Við erum öll almannavarnir, höldum áfram að vinna að því saman að fækka smitum og komast á betri stað en við erum í dag. Við getum gert þetta saman og samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin.
Meira ...

Síða 6 af 14

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira