logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Einelti


Í Helgafellsskóla er einelti ekki liðið. Leitað verður allra leiða til að fyrirbyggja einelti og til að leysa þau mál sem kunnu að koma upp.

 

Eineltisáætlun Helgafellsskóla 

Einelti er ekki undir neinum kringumstæðum liðið í Helgafellsskóla! 
Einelti felur í sér misbeitingu á valdi með þeim afleiðingum að þolanda líður illa og hann finnur til varnarleysis.
Einelti fer oft fram þar sem enginn sér. Sá sem lagður er í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis. 

Ýmsar birtingarmyndir eineltis:

Líkamlegt: Barsmíðar, spörk, hrindingar…
Munnlegt: Uppnefni, niðrandi athugasemdir, endurtekin stríðni…
Skriflegt/rafrænt: Neikvæð tölvu- og/eða símasamskipti, krot, bréfasendingar, myndbirtingar …
Óbeint: Baktal, útskúfun, útilokun úr félagahópi…
Efnislegt: Eignum stolið, þær eyðilagðar…
Andlegt: Þvingun til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd og sjálfsvirðingu… 

Forvarnir gegn einelti

Til að fyrirbyggja einelti þarf samstillt átak nemenda, forráðamanna og starfsmanna skólans. Miðlun góðra lífsgilda, regluleg fræðsla og umræður um einelti og afleiðingar þess eru nauðsynlegar. Allir aðilar skólasamfélagsins þurfa að deila ábyrgð, sýna virðingu og láta sig líðan annarra varða. 

Helstu forvarnir:

Skólinn setur viðmið í samskiptum í því skyni að starfsmenn, nemendur og forráðamenn vinni út frá sömu gildum að þroskun jákvæðra samskipta og góðum skólabrag. 

Hugsanlegar vísbendingar um einelti:
Tilfinningalegar

  • breytingar á skapi.
  • tíður grátur, viðkvæmni
  • svefntruflanir, martraðir
  • breyttar matarvenjur, lystarleysi - ofát
  • lítið sjálfstraust, hræðsla og kvíði
  • depurð, þunglyndiseinkenni, sjálfsvígshugsanir

Líkamlegar

  • líkamlegar kvartanir t.d. höfuðverkur, magaverkur
  • kvíðaeinkenni t.d. nagar neglur, stamar, ýmis konar kækir
  • líkamlegir áverkar s.s. skrámur og marblettir sem barnið getur ekki útskýrt
  • rifin föt og/eða skemmdar eigur

Félagslegar

  • barnið virðist einangrað og einmana
  • fer ekki í og fær ekki heimsóknir
  • barnið á fáa eða enga vini og það vill ekki taka þátt í félagsstarfi

Hegðun

  • óútskýranleg skapofsaköst og/eða grátköst
  • barnið neitar að segja frá hvað amar að
  • árásargirni og erfið hegðun

Í skóla

  • hræðist að fara eitt í og úr skóla, biður um fylgd og/eða fer aðra leið
  • leggur fyrr eða seinna af stað í skólann en venjulega
  • mætir iðulega of seint eða byrjar að skrópa
  • forðast ákveðnar aðstæður í skólanum t.d. leikfimi og sund
  • hættir að sinna náminu, einkunnir lækka, einbeitingarörðugleikar
  • einangrar sig frá skólafélögum
  • forðast að fara í frímínútur

Á heimili

  • barnið neitar að fara í skólann
  • dregur sig í hlé
  • biður um auka vasapening
  • týnir peningum og/eða öðrum eigum
  • neitar að leika sér úti eftir skóla
  • byrjar að leggja önnur börn eða systkini í einelti
  • reynir að fá foreldra sína til að tala við kennarann, skólafélagana eða aðra foreldra
  • verður niðurdregið eða órólegt eftir frí 

Verði foreldrar eða starfsmenn varir við einhver ofangreindra einkenna eða annarra sem benda til að barninu líði illa er mikilvægt að kanna málið. Allir sem hafa vitneskju um hvers konar líkamlegt eða andlegt ofbeldi meðal nemenda ber að tilkynna það til umsjónarkennara.

Meðferð eineltismála í Helgafellsskóla

Nauðsynlegt er að vitneskja um einelti berist til umsjónarkennara, skólastjórnenda eða náms- og starfsráðgjafa. Grun um einelti ber að tilkynna með formlegum hætti á heimasíðu skólans. Ef grunur leikur á eða staðfesting liggur fyrir að einelti eigi sér stað er það skýr stefna skólans að tekið sé á málinu strax. Eineltismál eru mismunandi og fer vinnulag í hverju máli eftir eðli þess.  

  • Ef grunur um einelti (eða annað ofbeldi) kemur upp skal  láta skólastjóra og eða umsjónarkennara nemenda vita, þeir  kanna málið og hafa samráð sín á milli.
  • Umsjónarkennari virkjar skráningarblað og skráir alla málsmeðferð.
  • Tryggja þarf öryggi þolanda og afla góðra upplýsinga um málið eins fljótt og hægt er. 
  • Rætt er við viðkomandi nemendur og foreldra.
  • Rætt við starfsmenn skólans sem vinna náið með  viðkomandi nemendur.
  • Fylgjast þarf með málsaðilum eftir að unnið hefur verið að lausn eineltismála til þess að sama sagan endurtaki sig ekki.
  • Ef einelti er illviðráðanlegt getur þurft að láta geranda skipta um umhverfi. Hafi einelti staðið lengi getur verið réttlætanlegt að þolandi skipti um umhverfi til þess að auðvelda honum að skipta um hlutverk. Ef ekkert annað dugar er einelti tilkynnt til barnaverndar og lögreglu. Skólastjóri tekur ákvörðun um slíkt ef einelti er á alvarlegu stigi.

Í teymi gegn einelti eru.

Skólastjóri

Deildarstjórar (efti því sem við á í hverju máli). 

Námsráðgjafi  

 

Fræðsluefni:

Unglingastarf - fræðsluefni handa tómstundaráðgöfum eftir Vöndu Sigurgeirsdóttur

Gegn einelti - handbók fyrir skóla.   http://www.heimiliogskoli.is/utgefid-efni/baeklingar/ 

Saman í sátt - leiðir til að fást við einelti og samskiptavanda í skólum.

Handbók um einelti og vináttufærni eftir Vöndu   Sigurgeirsdótturhttp://www.heimiliogskoli.is/wp-content/uploads/2017/11/HS_einelti_handbo%CC%81k_net.pdf

Heimasíður:

http://www.raudikrossinn.is/page/rki_hvad_hjalparsiminn

http://www.barnaheill.is

http://sjalfsmynd.com/

https://www.barn.is

http://www.olweus.is

http://www.saft.is

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira