Frístundaheimili
Hægt er að kaupa frístundarvistun frá 13.30-16:30..
Lágmarksvistun í frístund er fjórir tímar á viku.
Vakin er athygli á því að allar breytingar á högum barna varðandi frístund þarf að tilkynna fyrir 20. hvers mánaðar ef þær eiga að taka gildi mánaðarmótin þar á eftir. Frístundarþjónusta er rukkuð fyrirfram og því brýnt að gera breytingar í tæka tíð.
Breytingar skulu tilkynntar gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar með því að senda þar til gerð skilaboð. (Ekki skal gerð ný umsókn fyrir hverja breytingu.)
Frístundafjör - Spurningar og svör
Frístundafjörið er í skoðun og foreldrar verða látnir vita nánar um stöðu mála um leið og hlutir skýrast.
Frístundafjör
Fyrir hverja er frístundafjörið?
Fyrir alla krakka í 1. og 2. bekk í gunnskólum Mosfellsbæjar
Af hverju Frístundafjör ?
Markmiðið með Frístundafjörinu er að börnin fái að kynnast sem flestum greinum íþrótta og geti í 3. bekk ákveðið hvaða íþrótt þau vilja stunda. Það er ekki markmið Frístundafjörsins að búa til sérhæfða afreksíþróttamenn, heldur að börnin fái að stunda íþróttir í sem fjölbreyttasta formi. Einnig er það markmiðið að börnin myndi sér jákvætt hugarfar í garð hreyfingar og íþrótta hverskonar. Með markmiðsetningu fyrir Frístundafjörið eru markmið Íþróttasambands Íslands fyrir börn 8 ára og yngri höfð að leiðarljósi:
- Að æfingarnar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.
- Að þjálfunin fari fram í leikformi.
- Að æfingarnar séu skemmtilegar.
- Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.
- Að fjölgreinafélög sjái til þess að öll börn á þessum aldri hafi tækifæri til að stunda íþróttir með þessum hætti í ódeildaskiptum íþróttaskólum eða námskeiðum á vegum félaganna.
Hvernig fer þetta fram ?
Öll börnin sem skráð eru í frístundaheimili grunnskólanna fara í Frístundafjör nema foreldrar óski sérstaklega eftir því að þau taki EKKI þátt. Börnin fara einu sinni í viku, 2. bekkur er fyrir áramót og 1. bekkur er eftir áramót. Fylgt er ákveðinni dagskrá sem gildir fyrir hverjar tvær vikur í senn. Börnin velja samdægurs í hvaða íþrótt þau vilja fara í.
Hvað er þetta langur tími á dag?
Þetta er um 60 mínútur skiptið en gera má ráð fyrir tíma sem fer í ferðir á milli skóla og því er þetta frá kl 14.10-15:30 hjá Helgafellsskóla. Starfsmenn frístundaheimila fylgja börnunum á milli.
Hvernig fara krakkarnir niður í Íþróttamiðstöðina að Varmá?
Frístundafjörið verður í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Starfsmenn Frístundaheimilanna fylgja börnunum í frístundafjörið. Börnin frá Helgafellsskóla fara með rútu og starfsmenn frá Frístundaheimili fara með hverjum hópi í rútu. Börnin eru undir eftirliti allan tímann.
Hvað kostar Frístundafjörið?
Frístundafjör er innifalið í gjaldi frístundaheimilisins. Þau börn sem fara í frístundafjör þurfa að vera skráð í frístund til klukkan 16:00 eða lengur.
Hvernig fer skráning fram?
Krakkar sem eru skráðir í Frístund eru sjálfkrafa skráð í Frístundafjör og er gert ráð fyrir að börn í frístundaheimili fari í Frístundafjör einu sinni í viku. Óski foreldri með barn í frístundaheimili eftir því að það fari ekki í Frístundafjör þarf að láta forstöðumann vita.
Hvað með æfingafatnað?
Best er að barnið sé klætt þægilegum fatnaði þá daga sem Frístundafjör er. Börnin munu ekki skipta um föt fyrir frístundafjörið.
Hver heldur utan um Frístundafjörið?
Ráðinn hefur verið yfirþjálfari með íþróttakennaramenntun sem mun sjá til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig. Hann mun sjá um alla skipulagningu og samþættingu á milli deilda. Hann starfar í nánu samstarfi við forstöðumenn Frístundaheimilanna.