logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Foreldrarölt

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að foreldrarölt er gott, mikilvægasta ástæðan er þó sú að okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama um hverfið okkar og okkur er ekki sama um hin börnin. Við viljum fyrirbyggja að unglingar lendi í vanda og við viljum koma í veg fyrir hópamyndanir eftir að útivistartíma lýkur.

Góður andi í hverfinu hefur góð áhrif á öll börnin sem í því búa. Hópamyndanir, einelti, ógnandi hegðun og slæm umgengni hefur áhrif á skólabraginn og alla krakkana í hverfinu. Það er hlutverk okkar, fullorðna fólksins, að gera það sem við getum til að öllum líði vel í þessum frábæra bæ okkar.

Með því að taka þátt ertu að hafa áhrif á hverfisbraginn og það félagslega umhverfi sem börnin í hverfinu, þín börn þar með talin, búa í.

Því færri sem nota vímuefni, leggja í einelti eða beita ofbeldi því betra og öruggara er hverfið okkar. Við berum öll ábyrgð á okkar nánasta umhverfi og við eigum að sýna þeim sem eiga í vanda að okkur sé ekki sama. Með því að vera sýnileg getum við því brotið upp óæskilegar hópamyndanir sem huganlega gætu haft áhrif á þitt barn.

Foreldrafélög grunnskóla Mosfellsbæjar standa á bak við foreldraröltið, í samvinnu við Félagsmiðstöðina Ból.

Gengið er:

Tvö föstudagskvöld frá Varmá Bóli

Tvö föstudagskvöld frá Lágó Bóli

Tvö föstudagskvöld  frá Helgó Bóli

 

1.september – 30.apríl er rölt frá klukkan 21:45 – 23:00 

1.maí – 31.ágúst er rölt frá klukkan 23:15 – 00:30

Við höfum fulla trú á að með þessu sameiginlega átaki náum við að tryggja góða ungmennamenningu í Mosfellsbæ.

Hér er linkur inn á skráningarsíðu foreldrarölts Helgafellsskóla:

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1Wt5gHZqMkQ3gIQEVcxSDVMzgzvg6y1d1Xe_dUj18Sgw/edit#gid=122156613

Facebook síðan ,,Foreldrarölt í Mosfellsbæ“ er upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir foreldrarölt í Mosfellsbæ.  Á síðunni má finna skráningarskjöl fyrir allt foreldrarölt í Mosfellsbæ.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira