logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Fréttatilkynning vegna starfsdags 2. nóvember

31/10/20Fréttatilkynning vegna starfsdags 2. nóvember
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember. English Municipalities and Civil Protection and Emergency Management of the greater Reykjavík area has decided to have an organizational day í preschools, primary schools Music schools and after school centers on Monday, November 6 because of tightened mitigation rules set by the government to prevent COVID-19. Monday November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff. Children in preschools and primary schools should therefore not come to school on Monday, November 2. Further information about this will be sent from the schools to parents and guardians. Schools will be opened again on Tuesday, November 3. Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.
Meira ...

Höldum hrekkjavöku heima

30/10/20Höldum hrekkjavöku heima
Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna! Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott". Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár. Veiran getur svo auðveldlega smyglað sér á milli staða og einstaklinga enda snertifletirnir margir þegar gengið er hús úr húsi til að fá sælgæti. Áhættan við að fá smit er afar mikil eins og staðan er núna. Við erum öll almannavarnir, höldum áfram að vinna að því saman að fækka smitum og komast á betri stað en við erum í dag. Við getum gert þetta saman og samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin.
Meira ...

Bleiki dagurinn 16. október

14/10/20
Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 16. október 2020. Þann dag hvetjum við alla til að sýna stuðning við konur sem hafa greinst með krabbamein með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira