logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Fréttir eftir árum

Helgafellsskóli að taka á sig mynd

05/10/18Helgafellsskóli að taka á sig mynd
Framkvæmdir Helgafellsskóla ganga vel og eru á áætlun. Stefnt er á að 1. – 5. bekkur og elsti árgangur í leikskóla byrji í skólanum eftir áramót. Á fundi bæjarráðs þann 12. apríl sl. var samþykkt að framkvæmdum við Helgafellsskóla yrði flýtt. Byggir sú ákvörðun fyrst og fremst á því að hraði uppbyggingarinnar í Helgafellshverfi er meiri en búist var við í upphafi. Meðfylgjandi frétt má sjá loftmynd af nýbyggingu Helgafellsskóla tekin í september 2018.
Meira ...

Laus pláss í Skólahljómsveitinni

02/10/18Laus pláss í Skólahljómsveitinni
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar getur bætt við sig nemendum sem eru tilbúnir að taka þátt í skemmtilegu og gefandi tóstundastarfi. Áhugasamir sendið póst á skomos@ismennt.is og við sendum nánari upplýsingar
Meira ...

Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn - Skólahornið

02/10/18Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn - Skólahornið
Í samfélagi okkar í dag er mikill hraði á öllu. Þétt dagskrá og langir vinnudagar eru raun-veruleiki margra fjölskyldna. Skóladagur nemenda er langur en mikill metnaður er í skólakerfinu til að gera vel þannig að hvert barn fái notið sín í leik og starfi. Aðkoma foreldra að skólum hefur aukist mikið. Fyrir ekki svo löngu komu foreldrar aðeins í skólana tvisvar á ári til að hitta kennara og heyra um námsframvindu síns barns. Í dag er mikið lagt upp úr samvinnu foreldra og skóla og fjölbreyttir viðburðir og fundir eru haldnir með foreldrum.
Meira ...

Upphaf skólaárs og skólasetningar

15/08/18
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf í síðustu viku að loknum árlegum sumarleikskóla Mosfellsbæjar.
Meira ...

Malbikun í Helgafellshverfi

04/07/18
Næstkomandi fimmtudag þann 05.07 frá kl. 22:00 og fram á nótt verður unnið við malbiksyfirlögn á hringtorgi við Vefarastræti, Gerplustræti, Ásavegi og Helgafellsvegi ásamt efsta hluta Helgafellsvegar.
Meira ...

Rósa ráðin skólastjóri Helgafellsskóla

02/07/18Rósa ráðin skólastjóri Helgafellsskóla
Rósa Ingvarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Helgafellsskóla í Mosfellsbæ frá og með 1. ágúst 2018.
Meira ...

Framkvæmdum við Helgafellsskóla flýtt

26/04/18Framkvæmdum við Helgafellsskóla flýtt
Á fundi bæjarráðs þann 12. apríl sl. var samþykkt að heimila bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Yrki arkitekta ehf. og VSB Verkfræðistofu ehf. um fullnaðarhönnun 2.-4. áfanga Helgafellsskóla.
Meira ...

Opnun útboðs - Helgafellsskóli – Lóðarfrágangur

20/04/18
Þann 13. apríl 2018 voru tilboð opnuð í verkið: Helgafellsskóli – Lóðarfrágangur.
Meira ...

Fundur með íbúasamtökum Helgafellshverfis

12/03/18Fundur með íbúasamtökum Helgafellshverfis
Íbúasamtök Helgafellshverfis óskuðu eftir við Mosfellsbæ að fá upplýsingar um stöðu og framtíðarsýn Helgafellskóla inn á fund á samtakanna. Sjálfsagt var að verða við beiðni íbúasamtakanna og boðuðu samtökin til fundar í Krikaskóla þriðjudaginn 6. mars kl. 20.00. Formaður samtakanna sendi fyrirspurnir til Mosfellsbæjar og óskaði eftir svörum á fundinum. Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og deildastjóri nýframkvæmda hjá umhverfissviði svöruðu fyrirspurnum og upplýstu fundarmenn með annars um stöðu á byggingaframkvæmdum, hönnun og hugmyndarfræði skólans. Vel var mætt á fundinn og líflegar umræður spunnust um skólamál í hverfinu. Hér að neðan má sjá kynningarefnið frá fundinum.
Meira ...

Útboðsauglýsing: Helgafellsskóli nýbygging, lóðarfrágangur

09/03/18
Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ við Gerplustræti 14. Lóð Helgafellsskóla í þessu útboði er um 7.800m² að stærð.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira