logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Mat á skólastarfi

Hér verða birt öll þau  opinberu gögn sem viðkoma mati á skólastarfi Helgafellsskóla. 

Um mat og eftirlit sveitarfélaga gildir ákvæði laga um leikskóla nr. 90/2008 og ákvæði laga um grunnskóla nr. 91/2008.
 Í 35. grein grunnskólalaga og 17. grein leikskólalaga segir um mat og eftirlit:

 Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í skólum er að:

  • Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.
  • Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.
  • Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.
  • Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.


Skv. 37. gr. grunnskólalaga og 19. gr. leikskólalaga eiga sveitarfélög að sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Þá ber sveitarfélögum að fylgja eftir innra og ytra mati svo það geti leitt til umbóta í skólastarfi.



Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira