logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Gjaldskrárhækkun frá 1. janúar 2021

14/12/20
Á 750. fundi bæjarstjórnar þann 27. nóvember 2019 voru samþykktar gjaldskrárhækkanir í tengslum við fjárhagsáætlun 2020. Sumar gjaldskrárnar tóku gildi 1. janúar 2020 og aðrar áttu að taka gildi 1. ágúst 2020. Á 763. fundi bæjarstjórnar þann 10. júní var samþykkt að fresta gildistöku þeirra gjaldskráa sem áttu að taka gildi í ágúst og taka þær því gildi núna 31. desember 2020. Janúaráskrift í mötuneyti hækkar úr 400 krónur máltíðin í 410 krónur, ávaxtabiti úr 115 í 118 og klukkustundin í frístund úr 329 krónum í 337 krónur. Allar breytingar á áskrift í mötuneyti eða ávaxtabita þurfa að berast ritara skólans fyrir 20. hvers mánaðar og breyting á vistun í frístund er gerð í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ...

Bréf vegna ferða til útlanda

03/12/20
Meðfylgjandi eru bréf til foreldra barna í leik og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Bréfið er hvatning til foreldra og forráðamanna sem fara með fjölskylduna erlendis um hátíðina og þegar komið er heim haldi börnum heima þar til niðurstaða hefur borist úr seinni sýnatöku.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira