logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Fréttir

Bleiki dagurinn 16. október

14/10/20
Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 16. október 2020. Þann dag hvetjum við alla til að sýna stuðning við konur sem hafa greinst með krabbamein með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.
Meira ...

Starfsdagur í Helgafellsskóla 2. október 2020

27/09/20
Föstudaginn 2. október verður starfsdagur í grunn- og leikskóladeildum skólans auk frístundar. Upplýsingar um starfsdaga skólaársins má finna á skóladagatölum skólans sem eru á heimasíðunni.
Meira ...

Starfsdagur eftir hádegi á morgun 20.8.

19/08/20
Við viljum minn á aað á morgun er starfsdagureftir hádegi í öllum skólanum. Við viljum biðja foreldra um að vera búnir að sækja börnin sín kl. 12.00. Engin frístund verður eftir hádegi.
Meira ...

Skólasetning hjá 5. - 7. bekk

19/08/20
Skólasetning hjá 5. – 7. bekk Skólasetning verður þriðjudaginn 25. ágúst 5. bekkur mætir kl. 9 6. bekkur mætir kl. 10 7. bekkur mætir kl. 11 Vegna Covid – 19 getum við því miður ekki boðið foreldrum að vera við skólasetninguna.
Meira ...

Skólasetning 1. - 4. bekkur

09/07/20
Skólasetning hjá 1. – 4. bekk verður mánudaginn 10. ágúst. Engin frístund verður þennan dag, einungis skólasetning: 4. bekkur í Reykjafelli kl. 12:00 3. bekkur í Reykjaborg kl. 13:00 2. bekkur í Hafrafelli (2. hæð) kl. 14:00 1. bekkur í Helgafelli kl. 15:00 11.- 17. ágúst verða smiðjudagar fyrir 1. – 4. bekk frá kl. 9:00 – 14:00. Frístund tekur við eftir það frá 14:00 – 17:00. Skrá þarf nemendur í frístund í gengum íbúagátt Mosfellsbæjar. Skólinn opnar alla daga kl. 8.00 Athugið að 17. ágúst er dagurinn styttri (frá kl. 9:00 – 12:30). Frístund tekur við eftir það fyrir þá sem þar eru skráðir. Skólasetning fyrir 5.-7. bekk verður 25. ágúst, tímasetningar verða auglýstar síðar.
Meira ...

Skólaslit

19/06/20
Skólaslit skólaárið 2019 – 2020 í 1. – 4. bekk verða miðvikudaginn 24. júní. Nemendur mæta í skólann kl. 9 og lýkur skóladeginum kl. 11.30. Frístund er opin eftir það fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólasetning í haust verður 10. ágúst fyrir 1. – 4. bekk og 23. ágúst fyrir 5. – 7. bekk. Starfsfólk Helgafellsskóla þakkar fyrir gott samstarf við nemendur og foreldra í vetur og hlakkar til að hitta alla hressa í haust.
Meira ...

Ungt fólk 2020 - niðurstöður á líðan nemenda í Mosfellsbæ í 8. -10.bekk

18/06/20
Niðurstöðurnar sem birtast í skýrslunni eru byggðar á könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk í febrúar árið 2020. Framkvæmd og úrvinnsla rannsóknarinnar var á vegum Rannsókna og greiningar við Háskólann í Reykjavík. Spurningalistar voru sendir í alla skóla á landinu þar sem kennarar sáu um að leggja listana fyrir eftir skýrum fyrirmælum. Með hverjum spurningalista fylgdi ómerkt umslag sem þátttakendur settu listann í að lokinni útfyllingu. Ítrekað var fyrir öllum þátttakendum að rita engar persónugreinanlegar upplýsingar á spurningalistana eins og nafn eða kennitölu. Nemendur voru beðnir um að svara öllum spurningum eftir bestu samvisku og biðja um hjálp ef þess þyrfti.
Meira ...

Skólaslit hjá 5. og 6. bekk

02/06/20
Skólaslit hjá 5. og 6. bekk verða mánudaginn 8. júní. Nemendur mæta í skólann kl. 9 og fara í ratleik um nágrenni skólans. Að honum loknum verða skólaslit um kl. 11.30. Skólaslit verða hjá 1. – 4. bekk miðvikudaginn 24. júní. Athygli er vakin á því að foreldrar verða ekki með á skólaslitum að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Meira ...

Ný tilkynning frá sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu um starfsemi grunn -og leikskóla, íþrótta og menningarmála.

15/03/20
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan á föstudag unnið að útfærslu á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa næstu vikna í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. Sjá tilkynninguna í heild sinni hér.
Meira ...

Tilkynning frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er varðar starfsemi grunn- og leikskóla.

13/03/20
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu til þess að stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðum sveitarfélaganna og heimasíðum grunn- og leikskóla. Þá eru í undirbúningi sameiginlegar leiðbeiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um frístundaheimili, íþróttastarf, íþróttamannvirki, skólahljómsveitir, og aðrar tómstundir barna. Virðingarfyllst, Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Síða 7 af 14

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira