logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Mötuneyti

 

 

 

Umgengni í matsal


Áskrift í mötuneyti

Sækja þarf um áskrift í mötuneyti í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar í síðasta lagi 20. hvers mánaðar svo nemandinn komist í áskrift mánuðinn á eftir.

Áskrift að mötuneyti greiðist fyrirfram einn mánuð í senn. Sé áskrift ekki sagt upp fyrir 20. dag síðasta mánaðar áskriftartímabilsins endurnýjast hún sjálfkrafa.

Breytingar skulu tilkynntar gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. hvers mánaðar með því að senda þar til gerð skilaboð. (Ekki skal gerð ný umsókn fyrir hverja breytingu.)

Allar breytingar taka gildi mánaðarmótin á eftir.

Mataráskriftir eru rukkaðar fyrirfram og því brýnt að gera breytingar í tæka tíð.

Foreldrar barna sem koma með nesti í skólann eru hvattir til að vanda valið og velja hollan og næringarríkan mat. Sjá nánar í skólareglum skólans.

Nemendur taka nestisafganga með sér heim aftur. Með því minnkum við matarsóun og hægt er að flokka heima umbúðir sem til falla.

 

Ávaxtabiti

Ávaxtabitinn inniheldur ferska ávexti daglega.

Hægt er að sækja um ávaxtabita fyrir nemendur Helgafellsskóla í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Þegar komið er inn í Íbúagáttina er smellt á Umsóknir og svo Grunnskólar. Þar er svo smellt á Helgafellsskóli: Umsókn um mötuneyti og ávaxtabita. Fyllið út umsóknarformið í samræmi við leiðbeiningar, smellið á senda og fylgist í framhaldinu með afgreiðslunni í gegnum gáttina.

 Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira