logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Brúarland, upphaf Helgafellsskóla

Upphaf Helgafellsskóla

Haustið 2016 hófst skólastarf í Brúarlandi sem útibú frá Varmárskóla. Skólinn í Brúarlandi var fyrsta skrefið í stofnun Helgafellsskóla.   

Skóflustunga

Skóflustunga að nýjum Helgafellsskóla var tekin 7. desember 2017.  Hana tóku verðandi nemendur skólans og bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Haustið 2018 var ráðinn skólastjóri Helgafellsskóla Rósa Ingvarsdóttir.

 Skólinn knúsaður

11. janúar 2019 var síðasti kennsludagur nemenda í Brúarlandi. Mikill söknuður verður eftir Brúarlandi hjá nemendum og starfsfólki og því var ákveðið að enda síðasta skóladaginn á að gefa Brúarlandi stórt knús.

Skrúðgangan

Þann 8. janúar fóru verðandi nemendur Helgafellsskóla í skrúðgöngu frá Brúarlandi, þar sem þau hafa stundað nám sitt, að Helgafellsskóla. Þar var svo haldin vígsluathöfn þar sem nemendur slepptu úr krukkum góða andanum sem þeir höfðu tekið með sér úr Brúarlandi. Klippt var á borða og nemendur fengu safa og kleinur. Katla Birgisdóttir nemandi við skólann spilaði lag fyrir gesti og Haraldur bæjarstjóri og Kolbrún formaður fræðslunefndar sögðu nokkur orð.

Hvenær var tekin ákvörðun um að taka Brúarland í notkun undir skólastarf?

 Ákvörðunin um að taka Brúarland í notkun haustið 2016 hefur átt sér langan aðdraganda og verið rædd í bæjarráði, fræðslunefnd og samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Á fundi fræðslunefndar nr. 315 sem haldinn var 22.12.2015 var samþykkt að undirbúningi vegna notkunar Brúarlands sem skólahúsnæðis verði framhaldið með það að markmiði að hefja þar skólastarf haustið 2016. 

Mun Varmárskóli reka útibú í Brúarlandi til frambúðar?

 Um áramótin 2018/2019 er áætlað að fyrsti áfangi Helgafellsskóla verði tilbúinn til að taka á móti þessum nemendum sem þá verða í 1. til 5. bekk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áframhaldandi starfsemi Brúarlands eftir þann tíma. 

Þórdís Eik Friðþjófsdóttir stýrði útibúinu. Starfsemin byggði á skólastefnu- námskrá og skóladagatali Varmárskóla. Þar var boðið upp á heildstæðan skóladag, stoðþjónustu, mötuneyti og frístund. Samvinna var á milli bekkjardeilda í útibúi Brúarlands og Varmárskóla þar sem nemendur fóru saman í íþróttir og nýttu útikennslusvæðið. 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira