logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Gleðilega páska

29/03/21
Starfsfólk Helgafellsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Grunnskólinn hefst að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 6. apríl 2021 nema önnur fyrirmæli komi frá sóttvarnaryfirvöldum.
Meira ...

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2021

18/03/21Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2021
Síðastliðinn föstudag var haldin upplestrarkeppni í Helgafellsskóla. Átta nemendur tóku þátt, lásu kafla úr bók og ljóð og stóðu sig öll með stakri prýði. Fjórir af þeim voru svo valdir til að fara áfram í Stóru upplestrarkeppnina fyrir hönd skólans sem verður haldin í Lágafellskóla 25. mars. Þeir nemendur sem voru valdir sem fulltrúar skólans eru: Eyþór Hrafn Hansen, Farah Mehica, Eyrún Birna Bragadóttir Jasmín Rós Diego.
Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2021-2022

09/03/21
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2021-2022 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2021 fer fram frá 8. mars til 26. mars. Skráning í frístund og mötuneyti 6 ára barna sem og nýrra nemenda vegna skólaársins 2021-2022 verður auglýst sérstaklega síðar. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar skal vera lokið 1. apríl. Innritun barna og unglinga með lögheimili í Mosfellsbæ, sem óska eftir að sækja grunnskóla í öðrum sveitarfélögum utan lögheimilis, skulu berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 1. apríl. Umsóknir fyrir skólavist utan lögheimilis endurnýjast ekki sjálfkrafa. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér reglur um skólavist utan lögheimilis á vef Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar og aðstoð varðandi innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar veita grunnskólarnir. Þau sem óska eftir aðstoð og leiðbeiningum vegna Íbúagáttarinnar geta snúið sér til Þjónustuvers Mosfellsbæjar. Fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira