logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Stoðþjónusta

Sérfræðiþjónusta

Á vegum skólaskrifstofu er rekinn sérfræðiþjónusta. Hún gengst fyrir því að kennslufræðileg og sálfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

Störf sérfræðiþjónustu skulu því fyrst og fremst beinast að því að efla skólana sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest verkefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsmönnum skóla leiðbeiningar að aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

Sérfræðiþjónustan skal gefa forráðamönnum kost á leiðbeiningum um uppeldi nemenda eftir því sem aðstæður leyfa. Starfsmenn sérfræðiþjónustu vinna að forvarnarstarfi í samvinnu við starfsmenn skóla m.a. með kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í erfiðleikum sem hafa áfhrif á nám þeirra.

Náms- og starfsráðgjafi  skólans er Arna Pétursdóttir (arna.petursdottir@mosmennt.is)

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, sem varða námið, líðan þeirra í skólanum og fleira. 

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa skiptist í náms- og starfsfræðslu:


  • veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur.

  • veita ráðgjöf varðandi kvíða og streitustjórnun.

  • veita persónulega ráðgjöf og stuðning.

  • sinna samskiptamálum og líðan nemenda í skólanum.

  • vinna í eineltismálum.

  • taka viðtöl við nýja nemendur og fylgja þeim eftir fyrstu mánuðina í skólanum.

  • vinna að ýmsum öðrum málum sem upp kunna að koma.

  • Kenna nemendum að þekkja veikleika sína og styrkleika

  • markmiðasetning.

  • bæta vinnubrögð og námstækni s.s. hvað varðar skipulag, tímastjórnun, lestrar- og glósutækni.

Persónuleg ráðgjöf.

                  Leiðsögn og ráðgjöf um streitu- og kvíðastjórnun.

                    Tilvísun og samstarf við sérfræðinga í sértækum málum.

  •  


Náms- og starfsráðgjafi situr í:


  1. eineltisteymi

  2. áfallateymi

  3. nemendaverndarráð

 

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.

Við sérfræðiþjónustu Mosfellsbæjar starfa tveir sálfræðingar. Til þeirra geta foreldrar og kennarar grunnskólabarna leitað vegna ýmissa erfiðleika barna, svo sem erfiðleika með nám, vegna hegðunar, í samskiptum eða vegna vanlíðunar af einhverju tagi.

Sálfræðingar sinna kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningum á vanda barna og veita börnum, foreldrum og uppeldisstéttum ráðgjöf og stuðningsviðtöl.

Starfsmenn skóla að höfðu samráði við foreldra, vísa máli til sérfræðiþjónustunnar. Eftir að tilvísun hefur borist er nánari upplýsinga leitað hjá þeim sem þekkja barnið best svo sem foreldrum barnsins og kennurum. Eftir viðtöl og greiningu á vanda barnsins eru tillögur til úrbóta kynntar og málinu fylgt eftir í samræmi við þær. 

 

Heilsugæsla 

Heilsugæsla Helgafellsskóla heyrir undir Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Inga Björk Valgarðsdóttir sinnir skólaheilsugæslu.Hún er með viðveru í skólanum á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 8 - 12. Utan þess tíma er alltaf hægt að að leggja fyrir skilaboð hjá ritara skólans eða á heilsugæslunni. Netfang: helgafellsskoli@heilsugaeslan.is 

Viðverutími í Helgafellsskóla er:


Þriðjudaga
Miðvikudaga Fimmtudaga

8:00-12:00
8:00-12:00
8:00-12:00

Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

Fræðsluefni hjúkrunarfræðings má finna á heilsuvera.is

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda.

Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Talmeinafræðingur

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar útvegar talmeinafræðing eftir því sem við verður komið.

Helstu verkefni eru: − athuganir og greining á tal- og málþroska einstaklinga eða hópa  − samstarf við kennara og sérfræðiþjónustu  − ráðgjöf  − meðferð og þjálfun eftir því sem við verður komið.

Málþroskaskimun fer fram á vormánuðum í leikskólum bæjarins. Í skimuninni er m.a. athugaður framburður, máltjáning og málskilningur. Farið er yfir niðurstöður með umsjónarkennurum og gerðar tillögur til úrbóta. Einstaklingar fá síðan meðferð og þjálfun í 1. bekk eftir því sem við verður komið.

Talmeinafræðingur ákveður í samráði við sérkennara þörf á talþjálfun fyrir þá nemendur sem áður hafa fengið talþjálfun. Meðferð og þjálfun er veitt eins og við verður komið. Þeir kennarar sem óska eftir að lagt sé fyrir nemanda málþroska- eða lestrargreiningarpróf senda beiðnina til nemendaverndarráðs skólans sem síðan ákveður framhaldið.

Talmeinafræðingur  sinnir einnig ráðgjöf til kennara m.a. varðandi kennslufræðilega þætti eins og stuðning við einstaka nemendur eða nemendahópa varðandi mál og tal. Hann tekur einnig þátt í að meta hverjar framfarir nemenda hafa orðið að ákveðnum tíma liðnum.

Stoðþjónusta er samheiti yfir stuðningskerfi sem styður við almenna kennslu innan skólans. Stoðþjónusta getur falist í ráðgjöf til kennara varðandi kennslu eða annað er snýr að nemendum. Helstu verkefni stoðþjónustu snúa þó að nemendum og varða kennslu og stuðning til lengri eða skemmri tíma og/eða mat á stöðu þeirra.

Stoðþjónustan starfar í samræmi við lög um grunnskóla, reglugerð um nemendur með sérþarfir og reglugerð um sérfræðiþjónustu í skólum.

Nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga í erfiðleikum með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun eða geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengda erfiðleika teljast einnig til nemenda með sérþarfir.

Um móttöku nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT - nemendur) í Helgafellsskóla gilda sömu reglur og um móttöku annarra nemenda í skólann.
Stefna skólans er að fylgja eftir ákvæðum Aðalnámskrár grunnskóla um markmið, kennsluhætti og námsmat í íslensku sem öðru tungumáli.
Í upphafi skólaárs og í byrjun annar er skipulagður kennslustundafjöldi fyrir hvern nemanda. Gengið er út frá því að ÍSAT – nemendur fylgi jafnöldrum sínum í öllu námi, fylgi sinni bekkjardeild og íslenskunám þeirra verði samþætt kennslu í öðrum námsgreinum. Skipulag þetta er sveigjanlegt vegna mismunandi þarfa nemenda. Samin er einstaklings námskrá í samráði við umsjónarkennara
hvers ÍSAT - nemenda og þeir, ásamt kennurum halda utan um kennslu, námsefni og námsmat.
Námsmat á að sýna hvort markmiðin í námsgreinunum eru raunhæf og kennsla sé við hæfi. Áhersla er lögð á gott samstarf við foreldra nemenda og unnið er að því að fá þá til aukinnar þátttöku í foreldrafélagi skólans. Reynt er að hafa samráð við foreldra um námsáætlanir, líðan og skipulag fyrir ÍSAT - nemenda með því að boða foreldra til viðtals með túlk ef með þarf. Upplýsingum er komið
á framfæri við foreldra með þýðingum á tilkynningum eins oft og mögulegt er. Nemendum er boðin kennsla í móðurmáli þeirra ef slíkt er til staðar á svæðinu. Allir kennarar skólans bera sameiginlega ábyrgð á námi og líðan nemenda af erlendum uppruna. Samvinna milli allra aðila sem við skólann starfa er nauðsynleg svo að góður árangur náist í velferð þessara nemenda. Skólinn reynir eftirfremsta megni að vinna gegn fordómum gegn þeim sem eru af erlendum uppruna og stuðla að velferð og gagnkvæmum jákvæðum, samskiptum milli nemenda. Tekið er tillit til mismunandi trúarbragða nemenda með því að finna námsefni sem tilheyrir mismunandi trúarbrögðum heims og
fá aðrir nemendur einnig kynningar á því efni.

Kennari ÍSAT nemenda í Helgafellsskóla er Aðalheiður Halldórsdóttir.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira