logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Snjallræði

Snjallræði er hönnunarstund þar sem allir nemendur skólans glíma við sömu áskorun á sama tíma, allt frá leikskólastigi upp á unglingastig.  Mánaðarlega fá nemendur minni áskorun sem þeir glíma við í hópum. Einu sinni á önn er svo stærri áskorun sem tekur lengri tíma. Þar glíma nemendur við raunveruleg vandamál sem þeir eiga að leysa. Hér er af nægu að taka og má nefna vandamál eins og plastmengun í hafinu, heimsfaraldur einog Covid eða matarsóun í mötuneyti.

Hægt er að kynna sér allt um þetta verkefni á síðunni:  snjallraedi.helgafellsskoli.is

Þessi síða er hugsuð fyrir starfsfólk skólans þar sem þeir nálgast þau gögn sem þeir þurfa og næstu áskorun er deilt. Síðan er einnig hugsuð fyrir foreldra ef þeir vilja kynna sér verkefnið frekar. Á vefsíðunni verður safnað saman öllum þeim áskorunum sem lagðar verða fyrir.

                                                             

 

 

 

                                                                                                  

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira