logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Fréttir

Gul viðvörun þriðjudaginn 14. janúar

12/01/20
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. Enska: A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their children to school tomorrow morning, Tuesday the 14th, due to bad weather conditions.
Meira ...

Jólasögusamkeppnin úrslit

12/01/20
Fyrir jólin var efnt til jólasögusamkeppni á milli nemenda og var valin besta sagan hjá 1.-2 bekk, 3.-4. bekk og 5.-6. bekk. Dómnefnd, sem samanstóð af nokkrum kennurum og nemendum skólans, valdi bestu söguna í hverjum flokki og var valið erfitt. Vinningshafarnir voru Liliana í 2. bekk, Hrafntinna Jóna I 4. bekk og Embla Ýr í 5. bekk og fengu þær bækur í verðlaun. VIð óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum öllum nemendum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna.
Meira ...

Afmæli skólans

10/01/20
Í tilefni eins árs afmælis Helgafellsskóla er boðið til afmælishátíðar í húsakynnum skólans milli klukkan 15 og 17 þann 14. janúar 2020. Sjá auglýsinguna hér að neðan.
Meira ...

Gul viðvörun 9. janúar

09/01/20
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag fimmtudag. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára, að þau gangi ekki ein heim.
Meira ...

Gul viðvörun í dag

07/01/20
Foreldrar og forráðamenn - parents and guardians! Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00, en mælst til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan 15:00. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area from 15:00 today. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs. https://www.vedur.is/vidvaranir
Meira ...

Jólakveðja

20/12/19
Sendum ykkur innilegar jóla- og nýárskveðjur og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar 2020.
Meira ...

Jólaféttir

20/12/19
Fimmtudaginn 19. desember s.l. var haldið jólaball fyrir leikskóladeild og 1.-3. bekk. Skjóða, Hurðaskellir og Stúfur sáu um jólaballið og skemmtu sér allir mjög vel. Einnig fengu börnin mandarínur frá jólasveinunum. Á föstudeginum voru svo stofujól hjá grunnskóladeildinni og voru börnin í jólakósí með sparinesti og margir komu með heitt kakó. Í desember var haldin var jólasögusamkeppni meðal nemenda. Þátttaka var valfrjáls og voru þrír flokkar, 1.-2. bekkur, 3. - 4. bekkur og 5. - 6. bekkur. Dómnefnd valdi síðan bestu sögurnar en í henni voru bæði nemendur og starfsmenn. Veitt voru bókaverðlaun í öllum flokkunum og allir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal. Vinningshafi í flokki 1.-2. var Liliana í 2. bekk, í flokki 3.-4. var vann Hrafntinna í 4. bekk og í flokki 5. -6. vann Embla í 5. bekk. Skóli hefst að nýju mánudaginn 6. janúar 2020 samkvæmt stundaskrá. Hafið það sem allra best um hátíðarnar. Jólakveðja, starfsfólk Helgafellsskóla
Meira ...

Allir heim fyrir kl. 15 á morgun

09/12/19
Í Mosfellsbæ mun skóla-, frístunda og félagsmiðstöðvastarf raskast frá hádegi á morgun, þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 á morgun nema brýn nauðsyn beri til. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóladegi loknum til að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. Foreldrar leikskólabarna sæki börn sín fyrir kl. 15. Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Mosfellsbæ fellur niður svo og starf Tónlistarskóla og skólahljómsveitar. Þá munu íþróttamiðstöðvarnar að Lágafelli og Varmá verða lokaðar eftir kl. 14 á morgun og því fellur öll íþrótta- og sundkennsla niður eftir hádegið. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þeir séu ekki á ferli þegar og eftir að veðrið skellur á. Reiknað er með að síðasti skólabíll aki heimakstur kl 13:30 nema annað verði tilkynnt og þurfa foreldra að gera ráðstafnir eftir því sem við á. Akstur frístundabíls fellur alfarið niður á morgun. Akstursþjónusta fatlaðra mun aka heim þeim skólabörnum sem þeirrar þjónustu njóta, strax að loknum skóladegi. Lokanir stofnanna á fræðslu- og frístundasviði eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda. Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða mikl­ar lík­ur á veðri sem geti valdið mikl­um sam­fé­lags­leg­um áhrif­um, tjóni eða slys­um og hugsanlega ógnað lífi og lim­um ef aðgát er ekki höfð.
Meira ...

Vegna slæmrar veðurspár á morgun

09/12/19
Vegna slæmrar veðurspár á morgun þá viljum við minna á verkferla vegna röskunar á skólastarfi. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir hverfum og svæðum. Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema annað sé tilkynnt. Í upphafi skóladags getur tafist að fullmanna skóla og mega foreldrar þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel. Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.
Meira ...

Slökkviliðið í heimsókn í 3. bekk

01/12/19
Slökkviliðið kom í heimsókn í 3. bekk föstudaginn 29. nóvember s.l. og vakti mikla lukku. Slökkviliðið heimsækir árlega 8 ára börn víðsvegar um landið og fræðir þau um sitt starf. Börnin lærðu til dæmis um mikilvægi þess að hafa allar eldvarnir í lagi og svo var að sjálfsögðu brýnt fyrir þeim að fikta aldrei með eld eða önnur hættuleg efni. Börnin horfðu á fræðslumyndband og fóru síðan út og fengu að sjá inn í slökkviliðsbílinn og heyra betur um þau tæki og tól sem slökkviliðsmenn nýtast við í sinni vinnu. Einnig fóru þau inn í sjúkrabílinn og skoðuðu hvað væri þar inni.
Meira ...

Síða 9 af 14

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira