logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Slökkviliðið í heimsókn í 3. bekk

01/12/19

Slökkviliðið kom í heimsókn í 3. bekk föstudaginn 29. nóvember s.l. og vakti mikla lukku. Slökkviliðið heimsækir árlega 8 ára börn víðsvegar um landið og fræðir þau um sitt starf.
Börnin lærðu til dæmis um mikilvægi þess að hafa allar eldvarnir í lagi og svo var að sjálfsögðu brýnt fyrir þeim að fikta aldrei með eld eða önnur hættuleg efni.
Börnin horfðu á fræðslumyndband og fóru síðan út og fengu að sjá inn í slökkviliðsbílinn og heyra betur um þau tæki og tól sem slökkviliðsmenn nýtast við í sinni vinnu. Einnig fóru þau inn í  sjúkrabílinn og skoðuðu hvað væri þar inni.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira