logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Upphaf skólaárs og skólasetningar

15/08/18

Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf í síðustu viku að loknum árlegum sumarleikskóla Mosfellsbæjar. Þessa dagana eru starfsmenn leikskólanna að taka á móti börnum fædd 2016 sem og nýjum og eldri börnum fædd 2013-2015, en öll börn fædd 2016 eða fyrr hafa fengið úthlutað leikskólaplássi hafi þau sótt um fyrir sumarfrí.

Unnið er í afgreiðslu umsókna barna, fædd 2016 eða fyrr, sem bárust seinni hluta sumars og verða þær afgreiddar eins fljótt og auðið er. Börn fædd 2017 sem eru í vistun, eru ýmist með pláss á ungbarnadeildum á vegum Mosfellsbæjar, á einkareknum leikskólum eða hjá dagforeldrum.

Starfsfólk grunnskóla Mosfellsbæjar er þessa daganna að hefja vinnu að undirbúningi kennslu og öðrum verkefnum er fylgja skólastarfi og komu nemenda. Grunnskólar Mosfellsbæjar verða settir fimmtudaginn 23. ágúst en nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins í hvorum skóla má finna á vef hvers skóla.

Fræðsluskrifstofa Mosfellsbæjar býður starfsmenn leik- og grunnskóla, leikskólabörn og grunnskólanemendur velkomin til starfa og hvetur alla, börn sem fullorðna, til að ganga, hjóla eða nýta sér annan vistvænan ferðamáta til að koma sér í og úr skóla.

Mosfellingar, sýnum ýtrustu varkárni og tillitssemi í umferðinni nú sem endranær og munum að við erum fyrirmyndir barna okkar.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira