logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Fréttir

Skólahald með eðlilegum hætti í dag

09/03/20
Samningar náðust milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt. Verkföllum hefur verið aflýst og því kemur ekki til röskunar á skólastarfi.
Meira ...

Vegna fyrirhugaðs verkfalls

07/03/20
Til foreldra og forráðamanna barna í Mosfellsbæ Boðuð hafa verið verkföll aðildarfélaga BSRB næstu vikurnar. Um er að ræða tímabundin verkföll ákveðna daga til að byrja með og síðan ótímabundin verkföll frá 15. apríl (sjá yfirlit www.bsrb.is). Starfsmannafélag Mosfellsbæjar er innan BSRB og því eru margir starfsmenn bæjarins á leið í verkfall. Í skólum Mosfellsbæjar er um að ræða starfsmenn í mötuneytum/eldhúsum, skólaliða, stuðningsfulltrúa, starfsmenn og deildarstjóra á leikskólum, starfsfólk í ræstingum, umsjónarmenn fasteigna, kerfisstjóra, starfsfólk á skrifstofu og einnig fara starfsmenn íþróttamiðstöðva og félagsmiðstöðvar í verkfall. Áhrif verkfallsins munu verða víðtæk og hafa áhrif á starfsemi allra leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ, frístund og félagsmiðstöðvar sem og starfsemi íþróttamiðstöðva/sundlauga. Samningaviðræður standa yfir og eru foreldrar beðnir að fylgjast vel með fréttum fjölmiðla og heimasíðum skóla. Ef verkföllum er aflýst þá mun allt skóla- og frístundastarf verða með eðlilegum hætti. Leikskólar § Áformuð tímabundin verkföll ákveðna daga frá 9. mars til og með 1. apríl. § Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl. § Í leikskólum verður umtalsvert skert þjónusta: o Opið verður á þeim deildum þar sem starfsmenn í öðrum stéttarfélögum eru við störf. Börnum verður skipt niður í hópa eftir mönnun á deildum leikskóla og verður rúllandi vistun í gangi. o Mötuneyti loka og því hvorki framreiddur morgunmatur né hádegismatur. o Þrif verða með ólíkum hætti eftir skólum þar sem misjafnt er hvort um er að ræða aðkeypta ræstingaþjónustu eða ekki. Þar sem skerðing verður á þrifum þá verður opnun á húsnæði endurskoðuð á þriðja degi en það er Heilbrigðiseftirlitsins að taka ákvarðanir um lokun húsnæðis. o Leikskólagjöld falla niður þann tíma sem barni er ekki boðin vistun á verkfallsdögum. Hver og einn skólastjóri sendir út skipulag leikskólastarfs á verkfallsdögum. Grunnskólar § Áformuð tímabundin verkföll frá 9. mars til og með 1. apríl. § Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl. § Í grunnskólum verður umtalsvert skert þjónusta: o Kennt verður fyrstu kennslustundirnar eða fram að fyrstu frímínútum. Í frímínútum verður veruleg skerðing á gæslu sem hefur áhrif á öryggi barna í og því fellur því öll kennsla niður eftir fyrstu samfelldu tímana að morgni til. o Stuðningur við börn með sérþarfir verður ekki til staðar þar sem stuðningsfulltrúar koma að stuðningi. o Þrif verða með ólíkum hætti eftir skólum þar sem misjafnt er hvort um er að ræða aðkeypta ræstingaþjónustu eða ekki. Þar sem skerðing verður á þrifum þá verður opnun á húsnæði endurskoðuð á þriðja degi en það er Heilbrigðiseftirlitsins að taka ákvarðanir um lokun húsnæðis. o Mötuneyti loka og falla gjöld niður þann tíma sem verkfall varir. Hver og einn skólastjóri sendir út skipulag skólastarfs á verkfallsdögum. Frístund § Ótímabundið verkfall frá 9. mars 2020. § Öll starfsemi frístundar í Lágafellsskóla og Helgafellsskóla fellur niður frá og með mánudeginum 9. mars og þar til boðað verkfall leysist. § Frístund við Varmárskóla er opin en með verulegri skerðingu á þjónustu. Mjög takmarkaður fjöldi barna getur verið í frístund hverju sinni frá 13.30-17.00 og mun skipulag verða sent til þeirra foreldra sem eru með börn í frístund. Starfsmenn sem sinna þrifum í húsnæði frístundar eru í verkfalli, opnun á húsnæði er endurskoðuð á þriðja degi en það er Heilbrigðiseftirlitsins að taka ákvarðanir um lokun húsnæðis. § Frístund við Krikaskóla verður opin en með umtalsverðri skerðingu á þjónustu þar sem fáir starfsmenn eru til staðar. Skipulag verður sent til þeirra foreldra sem eru með börn í frístund. § Frístundagjöld falla niður þann tíma sem barni er ekki boðin frístundavistun. Hver og einn skólastjóri sendir út skipulag frístundastarfs á skóladögum Félagsmiðstöðvar § Áformuð tímabundin verkföll frá 9. mars til og með 1. apríl. § Áformað ótímabundið verkfall frá 15. apríl. § Félagsmiðstöðin lokuð á öllum starfsstöðvum, í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Helgafellsskóla. Meðfylgjandi er yfirlit yfir skipulag Helgafellsskóla. Upplýsingar eru einnig birtar á heimasíðu skólans og verða uppfærðar reglulega. Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda fyrirspurn á póstfangið rosa@helgafellsskoli.is eða hringja í skólann í síma 547-0600. Vert er að taka fram að þjónusta og símsvörun á skrifstofu skólans er mjög takmörkuð ef til verkfalls kemur. Með bestu kveðjum Linda Udengaard framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla
Meira ...

Frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna COVID-19

02/03/20
Frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna COVID-19 Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir f...
Meira ...

Covid19 veiran

28/02/20
Hér eru mikilvægar upplýsingar um hvernig forðast eigi smit við Covid19 veirunni og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit. https://www.facebook.com/178847272147064/posts/3122677181097377/
Meira ...

Sumarleyfistími leikskólanna í Mosfellsbæ

26/02/20
Sumarleyfistími leikskólanna í Mosfellsbæ er frá 15. maí til 15. ágúst og á þeim tíma velja foreldrar fjórar samfelldar vikur til að taka sumarleyfi fyrir börn sín. Frá 10. júlí til 7. ágúst verða leikskólar Mosfellsbæjar sameinaðir í einn sumarskóla og verður hann að þessu sinni á Höfðabergi. Þeir sem óska eftir að taka sumarleyfi að hluta að öllu leyti utan þess tíma þurfa að sækja um það á slóðinni: mos.is/sumarskoli fyrir miðnætti sunnudagsins 15. mars. Ef ekki berast óskir um sumarleyfi telst barn í sumarleyfi frá 10. júlí - 7. ágúst.
Meira ...

14. febrúar. Almennt skólahald í Mosfellsbæ fellur niður - Red Weather Alert – people should stay at home

13/02/20
Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­daginn 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 07:00 í fyrramálið til klukkan 11:00 sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar sem og frístund verða engu að síður opin með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – hér er átt við fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Allur skólaakstur fellur niður. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður eftir kl. 15:00 samkvæmt spá sem þýðir að ýmis þjónusta raskast eða fellur niður í fyrramálið og jafnvel allan daginn. Íþróttamiðstöðvar/sundlaugar í Mosfellsbæ og bókasafn verða lokaðar til klukkan 15:00. Þjónustuver Mosfellsbæjar verður opið og svarar í síma. Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í fyrramálið og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum í fjölmiðlum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir á síðu Veðurstofunnar. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Red Weather Alert tomorrow – people should stay at home The Chief of Police has declared an uncertainty for public safety for the whole country tomorrow, Friday 14. February. A red weather alert has been issued for the greater Reykjavík area from 7 am (07:00), tomorrow morning. This means that noone should go outside unless in emergency. All regular school activity will not be in function but schools remain open with minimum staff for people who need to work in emergency operations, such as police, ambulances, fire departments and rescue operations. The big storm will go down after 3 pm. (15:00) which means that most services will be disrupted tomorrow morning and even for the whole day. People are urged to stay at home tomorrow and follow instructions from the authorities. People should be able to go outside after 3 pm. If necessary new announcements will be sent out tomorrow morning. All schools will be closed except for those who work in emergency services. Swimming pools will be closed until 3 pm.
Meira ...

Þorrablót á leikskóladeildinni

06/02/20
Leikskóladeildin í Helgafellsskóla hélt uppá þorrann með krökkunum föstudaginn 31.janúar 2020. Krakkarnir fengu að föndra sér kórónu fyrir daginn sem þau fengu svo að fara með heim. Við byrjuðum daginn á samveru þar sem allir komu saman og sungu nokkur lög. Í hádeginu fengu krakkarnir svo að smakka á alls kyns þorramat.
Meira ...

Skipulagsdagur 28. janúar

23/01/20
Næstkomandi þriðjudag, 28. janúar, er skipulagsdagur í Helgafellsskóla. Leik-, grunn- og frístundastarfsmenn sækja þá námskeið í skyndihjálp ásamt því að undirbúa starfið. Öll kennsla í leik- og grunnskóladeild fellur niður þennan dag og frístund er lokuð.
Meira ...

Gul viðvörun 23. janúar

23/01/20
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóladags, meðan gul viðvörun er í gildi. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.
Meira ...

Gul viðvörun þriðjudaginn 14. janúar

12/01/20
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. Enska: A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their children to school tomorrow morning, Tuesday the 14th, due to bad weather conditions.
Meira ...

Síða 8 af 14

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira