logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Fréttir

Skólaslit hjá 1. - 4. bekk

16/06/21
Miðvikudaginn 23. júní eru skólaslit. Þá eiga nemendur að mæta í skólann kl. 10 - 12. Við getum því miður ekki boðið foreldrum að koma á slitin að þessu sinni. Frístund er opin frá 13.30 - 16.30.
Meira ...

Skólaslit hjá 5., 6. og 7. bekk

08/06/21
Skólaslit verða á morgun 9. júní. hjá 5. -7. bekk. Nemendur mæta í skólann frá 9 - 11.30.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin

19/05/21Stóra upplestrarkeppnin
Í gær fór fram Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ þar sem fjórir fulltrúar 7. bekkinga frá skólum bæjarins öttu kappi í upplestri. Keppnin var hörð og lesarar stóðu sig gríðarlega vel. Vinningshafi keppninnar var Ingi Ragnar Ingason frá Lágafellsskóla, í öðru sæti var Karólína Björg Árnadóttir úr Varmárskóla og svo var okkar eigin Farah Mehica í þriðja sæti. Við óskum Föruh og hinum keppendum skólans innilega til hamingju með árangurinn. Þau stóðu sig öll mjög vel og við erum gríðarlega stolt af þeim.
Meira ...

Bekkjarmót í skák

15/04/21Bekkjarmót í skák
Frábær stemmning var í Helgafellskóla í gær þegar bekkjarmót í skák fór fram. Eftir spennandi keppni stóð lið 7. bekkjar uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti var lið úr 6. bekk og í því þriðja lið 5. bekkinga. Margir efnilegir skákmenn tóku þátt og verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum.
Meira ...

Vegna nýrra sóttvarnarreglna

05/04/21
Nú hafa litið dagsins ljós nýjar sóttvarnarreglur í grunnskólum sem gilda til 15. apríl 2021. Reglurnar kallar á ákveðnar takmarkanir í skólastarfi sem þarf að skipuleggja og þess vegna hefst skólastarf ekki fyrr en kl. 10 þriðjudaginn 6. apríl.
Meira ...

Gleðilega páska

29/03/21
Starfsfólk Helgafellsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Grunnskólinn hefst að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 6. apríl 2021 nema önnur fyrirmæli komi frá sóttvarnaryfirvöldum.
Meira ...

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2021

18/03/21Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2021
Síðastliðinn föstudag var haldin upplestrarkeppni í Helgafellsskóla. Átta nemendur tóku þátt, lásu kafla úr bók og ljóð og stóðu sig öll með stakri prýði. Fjórir af þeim voru svo valdir til að fara áfram í Stóru upplestrarkeppnina fyrir hönd skólans sem verður haldin í Lágafellskóla 25. mars. Þeir nemendur sem voru valdir sem fulltrúar skólans eru: Eyþór Hrafn Hansen, Farah Mehica, Eyrún Birna Bragadóttir Jasmín Rós Diego.
Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2021-2022

09/03/21
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2021-2022 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2021 fer fram frá 8. mars til 26. mars. Skráning í frístund og mötuneyti 6 ára barna sem og nýrra nemenda vegna skólaársins 2021-2022 verður auglýst sérstaklega síðar. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar skal vera lokið 1. apríl. Innritun barna og unglinga með lögheimili í Mosfellsbæ, sem óska eftir að sækja grunnskóla í öðrum sveitarfélögum utan lögheimilis, skulu berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 1. apríl. Umsóknir fyrir skólavist utan lögheimilis endurnýjast ekki sjálfkrafa. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér reglur um skólavist utan lögheimilis á vef Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar og aðstoð varðandi innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar veita grunnskólarnir. Þau sem óska eftir aðstoð og leiðbeiningum vegna Íbúagáttarinnar geta snúið sér til Þjónustuvers Mosfellsbæjar. Fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar
Meira ...

Öskudagur í grunnskóladeild

11/02/21
Miðvikudaginn 17. febrúar n.k. er öskudagur. Kennslu í öllum árgöngum Helgafellsskóla lýkur kl. 13.15 þann dag (frístund er opin frá 13.15 – 16.30). Nemendur mega mæta í búningum en fylgihlutir mega ekki vera með. Mælst verður til að þau fyrirtæki í Mosfellsbæ sem ætla að gefa sælgæti byrji ekki á því fyrr en eftir kl. 13.15. Sjá tilmæli Almannavarna til foreldra og fyrirtækja varðandi öskudag í þessu viðhengi: odruvisi-oskudagur (website-files.com)
Meira ...

Skákkennsla í Helgafellsskóla

08/02/21
Helgafellsskóli mun í vetur bjóða uppá skákkennslu í öllum árgöngum skólans. Til starfsins var ráðinn Tómas Rasmus sem er með áratuga reynslu af kennslu í skák, stærðfræði og raunvísindum. Tómas er einnig með svokallað „Fide national instructor gráðu“ í skákkennslu. Hann er nýfluttur í Mosfellsbæ. Nokkrar rannskónir hafa verið gerðar á gildi skákkennslu og verður hér tæpt á helstu þáttum sem þær leiða í ljós. Þessir þættir nýtast einnig í hefðbundnu skólanámi og í lífinu sjálfu.
Meira ...

Síða 1 af 10

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira