logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Plastmengun í hafinu

24/11/21
🚀 Í vikunni hófst fyrsta stóra Snjallræðisáskorunin. Í stærri áskorunum glíma nemendur við raunveruleg vandamál en að þessu sinni ætlum við að hjálpast að við að finna lausn á plastmengun í hafinu. Við byrjuðum vikuna á stuttri kynningu frá Sorpu en öll vikan verður undirlögð í þessa vinnu ásamt fræðslu og öðrum verkefnum tengdum plastmengun. Allir taka þátt í verkefninu bæði grunnskóladeild og leikskóladeild. Við hlökkum mikið til að sjá í lok vikunnar hvaða snjallræði nemendum dettur í hug til að leysa þetta stóra vandamál.
👉 Áhugasamir geta kynnt sér Snjallræðisverkefnið frekar hér: www.snjallraedi.helgafellsskoli.is
🌊 Hér má svo finna þessa fyrstu áskorun: bit.ly/plastihafinu
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira