logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Skráning í sumarleikskóla sumarið 2021

05/02/21

Sumarleyfistímabil leikskóla Mosfellsbæjar er frá 15. maí. - 31. ágúst. Leikskólagjald fellur niður einn mánuð á ári, júlímánuð. Sumarleyfi barna er fjórar vikur (20 virkir dagar) sem þurfa að vera samfelldar. Hægt er að bæta við fimmtu vikunni í sumarleyfi og fellur leikskólagjald niður fyrir þá viku líka.

Frá og með 9. júlí til og með 6. ágúst (4 vikur) er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinuð í sumarleikskóla sem verður á Hlaðhömrum.

Fyrirkomulag á skráningu sumarleyfis 2021:

  1. Sumarleyfi sem tekið er á tímabilinu 9. júlí til og með 6. ágúst, ekki er þörf á skráningu sérstaklega.
  2. Sumarleyfi tekið á öðrum tíma, (á öðrum tíma en 9. júlí til og með 6. ágúst), skráning á heimasíðu leikskólans.
  3. Hægt að skrá viðbótarviku þe. fimmtu vikuna og fá leikskólagjald niðurfellt þá viku.
  4. Skráningarfrestur er til og með 15. mars. Skráningin er bindandi frá þeim tíma.

Berist ekki skráning í sumarleikskóla fyrir 15. mars telst barnið vera í sumarleyfi frá og með 9. júlí til og með 6. ágúst.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira