logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Jólaféttir

20/12/19

Fimmtudaginn 19. desember s.l. var haldið jólaball fyrir leikskóladeild og 1.-3. bekk. Skjóða, Hurðaskellir og Stúfur sáu um jólaballið og skemmtu sér allir mjög vel. Einnig fengu börnin mandarínur frá jólasveinunum. Á föstudeginum voru svo stofujól hjá grunnskóladeildinni og voru börnin í jólakósí með sparinesti og margir komu með heitt kakó.

 

Í desember var haldin var jólasögusamkeppni meðal nemenda. Þátttaka var valfrjáls og voru þrír flokkar, 1.-2. bekkur, 3. - 4. bekkur og 5. - 6. bekkur. Dómnefnd valdi síðan bestu sögurnar en í henni voru bæði nemendur og starfsmenn. Veitt voru bókaverðlaun í öllum flokkunum og allir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal. Vinningshafi í  flokki 1.-2. var Liliana í 2. bekk, í flokki 3.-4. var vann Hrafntinna í 4. bekk og í flokki 5. -6. vann Embla í 5. bekk.

Skóli hefst að nýju mánudaginn 6. janúar 2020 samkvæmt stundaskrá.

Hafið það sem allra best um hátíðirnar.

Jólakveðja starfsfólk Helgafellsskóla.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira