logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Vegna slæmrar veðurspár á morgun

09/12/19

Vegna slæmrar veðurspár á morgun þá viljum við minna á verkferla vegna röskunar á skólastarfi.

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir hverfum og svæðum.

Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema annað sé tilkynnt.

 

Í upphafi skóladags getur tafist að fullmanna skóla og mega foreldrar þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.


Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. vegna vanbúinnar bifreiðar til vetraraksturs.

http://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/ - here you can choose more language for information.

In english:http://shs.is/wp-content/uploads/2019/01/Enskaröskun-á-skólastarfi-07.01.19.pdf

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira