logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

OPIÐ HÚS Hjá fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar

22/02/19
Miðvikudaginn 27. febrúar er komið
að þriðja opna húsi vetrarins hjá
Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar.
Að þessu sinni verður fyrirlesturinn
haldinn í Framhaldsskóla
Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00.
Á opnum húsum er lögð áhersla
á hagnýt ráð varðandi uppeldi og
samskipti við börn og unglinga. Ráð
sem foreldrar, systkin, amma og afi,
þjálfarar, kennarar og allir þeir sem
koma að uppvexti barna og unglinga
geta nýtt sér.
Opnu húsin hjá Fræðslu- og
frístundasviði eru haldin síðasta
miðvikudag í mánuði fjórum sinnum
yfir veturinn frá klukkan 20–21.
Staðsetning auglýst hverju sinni.
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir
sálfræðingur mun fjalla um kvíða
hjá börnum og unglingum. Margir
foreldrar hafa miklar áhyggjur af
líðan barna í dag og kvíði virðist
vera allsstaðar.
Steinunn Anna mun fara yfir orsakir
kvíða og hvað þurfi að hafa í huga til
þess að sporna við að kvíði verði að
vandamáli hjá börnum og unglingum.
Farið verður yfir algeng mistök sem
foreldrar gera þegar kemur að kvíða
hjá börnum og leitast við að gefa
hagnýt og uppbyggileg ráð við kvíða.
Steinunn Anna er ein af stofnendum
Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar
sem sérhæfir sig í meðferð barna
og unglinga með kvíðaraskanir og
tengd vandamál. Hún hefur einnig
sinnt kennslu í meðferðum barna og
unglinga í HÍ og HR, auk þess að vera
vinsæll fyrirlesari og pistlahöfundur.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ÖLLUM OPINN
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira