logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

100 daga hátíð

08/02/19
Föstudaginn 1. febrúar var mikið húllumhæ í 1. bekk þegar haldin var 100 daga hátíðin.

100 daga hátíðin er haldin í tilefni þess að fyrstu bekkingar hafa þá verið sína fyrstu 100 daga í grunnskóla.
Það voru ýmiss verkefni sem þau glímdu við, getum við t.d. nefnt ófá tuga verkefni upp í 100, 100 líkamsæfingar, giskað í hvaða krukku voru 100 hlutir, búin til 100 daga kóróna, skrifuð 100 orð, 100 weetos talin upp á band (og borðuð) og 10 hlutir taldir 10 sinnum á blað sem voru jafnvel eitthvað góðgæti sem þau gátu svo nartað í.
Þetta var stórskemmtilegur dagur og allir skemmtu sér konunglega.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira