logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Útboðsauglýsing: Helgafellsskóli nýbygging, lóðarfrágangur

09/03/18

Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ við Gerplustræti 14. Lóð Helgafellsskóla í þessu útboði er um 7.800m² að stærð. Lóðinni má skipta í 2 svæði, annars vegar aðkomu að skólanum norðan megin og svo leiksvæði fyrir yngri deildir grunnskólans. Framkvæmdir standa yfir við fullnaðarfrágang skólabyggingar.

Helstu verkþættir eru:

Landmótun á vestursvæði milli aðkomu og miðjusvæðis frá inngangi skólans að bílastæðum á sunnanverðri lóð. Yfirborðsfrágangur er að mestu malbikaður með hellulögðum upphituðum stígum, tröppueiningar, hlaðna grjótkanta (um 95m²) með gróðurbeðum á milli, stórt gróðurbeð (um 266m²) með trjám og runnum og grassvæði (um 155m²). Fráveitulagnir frá byggingu og af lóð, steyptir stoðveggir og raflýsing.

Helstu magntölur eru:

  • Malbik - 2.400m²
  • Hellulögn - 1.900m²
  • Pallur - 250m
  • Battavöllur -640m²
  • Gras - 1.116m²
  • Gróðurbeð - 1.110m²
  • Trjá og runnagróður - 852stk
  • Holtagrjóthleðslur - 350m²
  • Gúmmí yfirborð - 220m²
  • Snjóbræðslulagnir - 290m²
  • Brunnar - 2stk
  • Fráveitulagnir - 180m
  • Steypumót - 260m²
  • Jarðstrengir - 350m

Búnaður á lóð er meðal annars brettapallur, brettaslá, drumbaleikir, klifur, kollhnísaslá, rennibrautir, róla, stauraleikur og timburbrú.

Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2018

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 12:00 á þriðjudeginum 13. mars 2018. Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en þriðjudaginn 10. apríl 2018 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira