Nefndir og ráð
- Gerð skal áætlun um fundartíma á skólaárinu en skólaráð fundar a.m.k. fimm sinnum á skólaárinu í skólanum, á dagvinnutíma. Skólastjóri undirbýr fundi og boðar til þeirra með dagskrá. Skólastjóri boðar ennfremur til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Skólaráð skal að lágmarki halda einn opinn fund á ári um málefni skólans fyrir aðila skólasamfélagsins.
- Skólaráð starfar skv. ákvæðum 8. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara, ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.
- Miðað skal við að skipað sé í ráðið í upphafi skólaárs, fyrir lok septembermánaðar. Foreldrar skulu kosnir á aðalfundi foreldrafélags samkvæmt þeim starfsreglum sem foreldrafélagið setur sér sbr. 9. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Þá skulu kosnir aðalmenn og jafnmargir varamenn. Varamenn skulu skipaðir í skólaráð og geta tekið sæti í skólaráði á einstökum fundum í forföllum aðalmanns. Fulltrúar kennara skulu kosnir á kennarafundi að hausti það ár sem umboð fulltrúa rennur út og fulltrúi starfsmanna á starfsmannafundi að hausti það ár sem umboð fulltrúa rennur út. Fulltrúar nemenda skulu kosnir að hausti samkvæmt starfsreglum nemendafélags, sbr. 10 gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.
- Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr. laga nr. 9/2008 um grunnskóla, getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráði ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
- Skólaráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélag skólans og leitast við að tryggja gagnkvæma miðlun upplýsinga. Fundargerðir hvors aðila skulu vera aðgengilegar á vefsíðu skólans.
Fulltrúar í skólaráði Helgafellsskóla 2020 - 2021
Fulltrúi kennara og almenns starfsfólks:
- Alfa Regína Jóhannsdóttir
- Hlín Magnúsdóttir
Fulltrúi foreldra og grenndarsamfélags
- Styrmir Erlingsson
- Jón Þór Ragnarsson
- Fulltrúi nemenda
- Eyrún Birna Bragadóttir
- Karitas Valtýsdóttir
Skólastjóri
Rósa Ingvarsdóttir - stýrir fundi
Krækjur:
Nemendaverndarráð Helgafellsskóla starfar samkvæmt 39. gr. Laga nr. 66 frá 1995 og reglugerð nr. 388 frá 1996.
Markmið nemendaverndarráða er að bæta sérfræðiþjónustu við nemendur og gera hana skilvirkari. Ráðið samræmir störf þeirra sem sjá um málefni nemenda varðandi forvarnarstörf, heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Ráðið er skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur.
Nemendaverndarráð fjallar um úrræði í málum nemenda sem til þess er vísað.
Fundir eru bókaðir og farið er með allar upplýsingar samkvæmt reglum um meðferð trúnaðargagna.
Fulltrúar í nemendaverndarráði
Skólastjóri
Deildarstjórar
Sálfræðingur skólaskrifstofu
Skólahjúkrunarfræðingur
Námsráðgjafi
Fulltrúi skólaskrifstofunnar
Hlutverk áfallaráðs er m.a. að hafa verkstjórn við válega atburði, gera áætlanir og kynna fyrir starfsfólki, meta aðstæður, standa að fræðslu um viðbrögð barna og fullorðinna við áföllum o.s.frv. Áfallaráð býr yfir viðbragðsáætlun sem farið er eftir við stór áföll.
Í áfallaráði Helgafellsskóla eru:
- Skólastjóri
- Deildarstjórar eftir því sem við á
- Náms- og starfsráðgjafi
- Fulltrúi kennara eftir þvi sem við á
Samstarfsaðilar utan skóla: |
||
Heilsugæslustöð: | 513 6050 | |
Lögregla: | 444 1000 |
Almennt um áfallahjálp:
Miklu máli skiptir að kennarar eða starfsmenn sem veita áfallahjálp séu rólegir og gefi sér nægan tíma. Mikilvægt er að sá sem verður fyrir áfalli finni að hann sé öruggur og geti treyst þeim sem eru hjá honum og að farið sé á afvikinn stað til að fá næði. Þolandi verður að finna fyrir hlýju og vinsemd, um leið og staðreyndir eru skýrðar fyrir honum. Einnig verður að gefa honum tíma til að tjá sig til að koma skipulagi á tilfinningar sínar og hugsun.
Ef slys verður í skóla skal líkamleg skyndihjálp hafa forgang.
Sálræn skyndihjálp felst í því að kennarar og starfsmenn skólans róa og hugga nemendur og starfsfólk. Þeim skal leyfast að fá sem eðlilegasta útrás fyrir tilfinningar sínar, sem geta birst á mismunandi hátt, m.a. sem grátur, ógleði, skjálfti og köfnunartilfinning en geta líka verið doði, tómleikatilfinning, fólksfælni og þörf fyrir einveru.
Dæmi um áföll sem kalla á slíka vinnuáætlun eru:
- Slys/alvarleg veikindi nemanda/starfsmanns í skóla/utan skóla.
- Andlát starfsmanns/nemanda.
- Aðrir ógnvekjandi atburðir sem snerta hóp starfsmanna eða nemenda s.s. ef eldur kemur upp í húsnæði skólans, náttúruhamfarir eða stórslys.
Skólastjóri fer með stjórn ráðsins og kallar það saman þegar þörf krefur. Áfallaráð fer með verkstjórn þegar válegir atburðir gerast, kynnir sér skyndihjálp og sálræna skyndihjálp og miðlar þeirri þekkingu til annarra starfsmanna skólans.
Í eineltisteymi skólans eru:
Skólastjóri
Deildarstjórar (efti því sem við á í hverju máli).
Námsráðgjafi