logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Grunnskóladeild

Opnunartími

Opnunartími skólans er mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 til kl. 16:30. Símanúmer Helgafellsskóla er 547-0600 og er skiptiborðið opið frá klukkan 7:45 til 15:45.

Heimsóknir í Helgafellsskóla

Þeir sem koma í heimsókn i skólann eiga að gefa sig fram við ritara á skrifstofu skólans. Sýnum skólastarfinu virðingu og truflum ekki starfið inni á kennslusvæðunum að óþörfu.

Veikindi og fjarvistir

Mikilvægt er að veikindi séu tilkynnt. Við getum ekki tekið á móti veikum börnum eða börnum sem eru að veikjast. Nauðsynlegt er að barnið jafni sig vel af veikindunum heima og mæti aftur í skólann frískt og tilbúið að taka þátt í daglegri starfsemi úti sem inni. Börnum er ekki gefin lyf í skólanum nema brýna nauðsyn beri til. Veikist barn eða slasast í skólanum er strax haft samband við foreldra. 

Ef barn er með fæðuóþol eða ofnæmi þarf að skila inn læknisvottorði frá viðeigandi sérfræðingi.

Útivera og útbúnaður

Helgafellsskóli er staðsettur við dásamlega ósnortna náttúru. Skólalóðin er vel hönnuð og  búin góðum tækjum.  Markmið okkar er að njóta útiveru og tryggja að börnin festi útivist í sessi í sínu daglegu lífi. Fatnaður barna þarf því að vera í samræmi við veðurfar.

Eftir árstíma þarf að hafa í skólanum:

Pollagalli / vindgalli / snjógalli

Stígvél / kuldaskór / strigaskór

Húfu, lambúshetta / buff / derhúfa

Ullarvettlingar / vatnsheldirvettlingar

Hlý peysa / buxur / sokkar

Inniskó fyrir þá sem það kjósa

Skólinn er vinnustaður barnanna og því mikilvægt að þau komi í þægilegum vinnufatnaði sem þolir hnjask og má óhreinkast. Þá er nauðsynlegt að merkja allan fatnað vel.

Upplýsingasíða skólans:  http://bit.ly/helgafellsskoli

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira