logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Skólasáttmáli

                                  Skólasáttmáli Helgafellsskóla

Við sýnum hvert öðru góðmennsku og jákvætt við mót.

Við göngum vel um skólann, bæði úti og inni og förum vel með eigur hans og annarra. 

Við mætum   stundvíslega   og vinnum alltaf eins vel og við getum.

Við göngum inni í skólanum og notum innirödd.

Allir nemendur fara í frímínútur.

Mikilvægt er að nemendur séu klæddir í samræmi við veður og hafi með sér aukaföt að heiman ef þurfa þykir.

Skór og yfirhafnir geymast í hólfum nemenda fyrir framan kennslusvæði.

Nemendum á yngsta- og miðstigi er ekki heimilt að vera með eigin snjall- og spjalltæki á skólatíma sem er kl. 7:30– 16:30.

Nemendum á unglingastigi er hins vegar heimilt að vera með síma í frímínútum á svæði fyrir framan stofur á unglingastigi og í Bólinu. 

Mynd- og hljóðupptökur eru ÁVALLT óheimilar á skólatíma.

Reiðhjól, hlauphjól, hjólabretti, hjólaskór og línuskautar eru óheimil á skólalóð á skólatíma sem er frá kl. 7.45 – 16.30.

Óheimilt er að yfirgefa skólalóð á skólatíma nema í fylgd starfsmanna eða með þeirra leyfi.

 

Reglur um battavöll

  • Bara sá hópur sem á völlinn má vera á honum.
  • Í frímínútum er völlurinn ætlaður fyrir boltaleiki.
  • Ætlast er til að nemendur skipti sér í lið frekar en að kosið sé í lið.
  • Það má ekki sitja á veggjum vallarins eða standa fyrir utan og trufla leik.
  • Leikurinn er búinn þegar hringt er inn.
  • Allir starfsmenn geta flautað leik af ef þessum reglum er ekki fylgt.
  • Á vellinum á að sýna kurteisi og prúðmennsku.
  • Leikmaður sem fer ekki eftir reglunum gæti þurft að taka sér hvíld frá vellinum í einhvern tíma.
    Reglur um snjókast:
    · Einungis má kasta snjóboltum í aðra á svæðinu á milli skóla og steypta veggjar við austurhlið skólans.
    · Ekki má kasta í átt að skólahúsnæði eða kasta í starfsmenn skólans og þá sem ekki eru með í leiknum.
    · Snjókast getur verið skemmtilegur leikur. Þeir sem taka þátt í leiknum verða að virða reglur um öryggi og sýna tillitssemi.


Helgafellsskóli er heilsueflandi skóli og til að börnunum líði vel í skólanum og geti sinnt námi sínu vel er mikilvægt að þau hafi með sér hollt og gott nesti og komi vel sofin í skólann.

Reglur skólans um nesti, bæði að morgni og í frístund, byggja á leiðbeiningum frá landlæknisembættinu um hollt nesti.

Nestið í Helgafellsskóla má innihalda eftirtalda þætti:
. Ávexti og grænmeti
. Gróft brauð eða hrökkbrauð með hollu áleggi
. Vatn (gott ef allir nemendur hafa með sér vatnsbrúsa í skólann)

Dæmi um hollt álegg í ráðleggingum landlæknisembættisins er smjör, smurostur, brauðostur, kjúklingaálegg, grænmeti eins og t.d. paprika, gúrka, tómatur, avocado, salat, egg, banani, epli, kotasæla og hummus.

Ávextir og grænmeti sem auðvelt er að skera niður kvöldið áður til að taka með sér í nesti eru t.d. bananar, jarðaber, bláber, epli, perur, vínber, brokkolí, gúrka og paprika.

Öll brot á skólareglum eru skráð í Mentor og gerð foreldrum sýnileg.

Hegðunarfrávik flokkast í þrjá flokka eftir alvarleika þeirra.

Dæmi um fyrsta stigs hegðunarfrávik: að fara ekki eftir fyrirmælum, truflandi hegðun, slæm umgengni, þras og ögrun.

Dæmi um annars stigs hegðunarfrávik:  særandi/ljótt orðbragð, ósannsögli, hrekkir eða stríðni

Dæmi um þriðja stigs hegðunarfrávik: alvarleg slagsmál eða ofbeldi, ógnandi hegðun, þjófnaður eða skemmdarverk.

Mynd stækkanleg

 


 

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira