logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Námsgögn

Námsgögn/ritföng

Til foreldra/forráðamanna grunnskólabarna 

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti árið 2017 að öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar verði veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar).

Til að aðstoða okkur við að fara vel með sameiginlega sjóði sveitarfélagsins þá biðjum við ykkur um að leggja okkur lið og athuga hvaða námsgögn eru til á heimilinu frá fyrri árum.

Nemendur eru því beðnir um að koma með í skólann þau gögn sem hægt er nýta áfram (s.s möppur, pappír, stílabækur/reikningsbækur, plastvasa og fleira). Það sem upp á vantar af námsgögnum mun skólinn bæta við.

Námsögn verða afhent nemendum í upphafi skólaárs. Þeir nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk fá ný námsgögn þar sem þeir eru að hefja sína skólagöngu.

Athugið að týnist   eða eyðileggist námsgögn hjá nemendum eru foreldrar ábyrgir fyrir því að námsgögn séu endurnýjuð.

Það mun taka tíma að móta nýtt fyrirkomulag varðandi gjaldfrjálsan grunnskóla, en það er von okkar og ósk að við verðum samstíga og vinnum í anda umhverfisverndar við endurnýtingu og meðferð námsgagna.

 Við óskum eftir sem bestri samvinnu í anda umhverfisverndar við endurnýtingu og meðferð námsgagna.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira