logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Félagsmiðstöðin bólið

Merki Bólsins

Það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu, t.d. opið hús, þar er hægt að spila billiard, borðtennis og fl. Horfa á sjónvarpið, syngja í Karaokee, spjalla og ýmislegt annað. Fastir liðir eru árshátíð Bólsins, söngvakeppni, fræðslukvöld, stjörnuleikurinn, ferðir og ýmislegt annað. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá okkur í Bólinu. Foreldrar eru velkomnir í heimsókn í Bólið og þar geta þeir kynnt sér starfsemina, einnig eru haldin sérstök foreldrakvöld þar sem foreldrar eru hvattir til að mæta með unglingunum sínum og kynnast þeirra umhverfi og hafa það gaman saman. 

Bólið hefur hafið starfsemi í Helgafellsskóla og í vetur er Bólið opið fyrir nemendur í 5. bekk í skólanum frá 14.15-15.30 á þriðjudögum fram að sumarfríi skólans.

Staðsetning: Skólabraut 2 og útisel við Lágafellsskóla   Sími: 566-6058 /  565 5249

Netfang:     bolid@mos.is

Samfélagsmiðlar:

Ungmennahús á facebook Félagsmiðstöðin Bólið 
Bólið á Instagram @bolid270 
Bólið á Snapchatt @bolid_270

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira