logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Nestismál

29/03/19


Reglur skólans um nesti, bæði að morgni og í frístund, byggja á leiðbeiningum frá landlæknisembættinu um hollt nesti (sjá slóð hér fyrir neðan).

Nestið í Helgafellsskóla má innihalda eftirtalda þætti:
. Ávexti og grænmeti
. Gróft brauð eða hrökkbrauð með hollu áleggi
. Vatn (gott ef allir nemendur hafa með sér vatnsbrúsa í skólann)

Dæmi um hollt álegg í ráðleggingum landlæknisembættisins er smjör, smurostur, brauðostur, kjúklingaálegg, grænmeti eins og t.d. paprika, gúrka, tómatur, avacado, salat, egg, banani, epli, kotasæla og hummus.

Ávextir og grænmeti sem auðvelt er að skera niður kvöldið áður til að taka með sér í nesti eru t.d. bananar, jarðaber, bláber, epli, perur, vínber, brokkolí, gúrka og paprika.

Slóð landlæknisembættisins um hollt og gott nesti:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item20821/Lei%C3%B0beiningar%20um%20hollt%20og%20gott%20nesti%20(2017).pdf




Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira