logo
  • Samkennd -
  • Samvinna -
  • Heiðarleiki

Skóflustunga tekin að nýjum skóla í Mosfellsbæ - mikil uppbygging í bænum

07/12/16
Fyrsta skóflustunga að nýjum leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ verður tekin miðvikudaginn 7. desember klukkan 13.00. Skóflustunguna taka væntanlegir nemendur skólans sem stunda nú nám í Brúarlandi. Þeim til halds og trausts verða bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ.

Bygging skólans verður stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næstu misserum. Heildarstærð hússins verður um 7300 fm og áætlaður byggingarkostnaður um 3500 milljónir. Skólinn verður byggður í fjórum áföngum og áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tekin í notkun haustið 2018. Uppbyggingarhraði mun að einhverju leyti taka mið af uppbyggingu hverfisins. Gefin hafa verið út um 400 byggingarleyfi í Helgafellslandi það sem af er ári. Hverfið byggist því upp á miklum hraða um þessar mundir.

Í lok framkvæmdar er gert ráð fyrir að í skólanum verði 600 börn á grunnskólaaldri og 110 börn á leikskólaaldri. Fjöldi starfsmanna verði því um 130.

Yrki arkitektar sjá um hönnun skólans. Einnig hefur verið samið við verktakafyrirtækið Karina ehf um jarðvinnu.

Nánari upplýsingar gefur Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í síma 862 0012.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira